19.2.2009 | 17:26
Lýðræði eða hvað?
Mér persónulega finnst frekar skrítið að 4 lög séu vinsælari en vinningslagið sem gjörsamlega rústaði símakosningunni á laugardaginn. Ekki nóg með að það séu 17 sæti millu Elektru og Jóhönnu Guðrúnar einnig er Undir regnbogann sem lenti í öðru sæti ekki einu sinni í top 15 á vinsældarlistanum. Lýðræði eða hvað?
Ég mundi segja að þetta þyrfti að endurskoða með einhverjum hætti. Undanfarinn ár hafa vinningslög söngvakeppni sjónvarpsins verið langt um vinsælari en öll hin lögin, this is my life og Mercedes Club voru miklu meira spiluð en öll hin lögin til samans síðan má nefna Sylvía nótt árið þar á undann.
Elektra miklu vinsælli en Jóhanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sverrir Baldur Torfason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf ekkert að athuga við þetta og kemur þetta mér ekkert á óvart.
Enda hljóma upptökurnar þó nokkuð öðruvísi eftir að búið er að eiga við þær í hljóðupptökuverinu.
Jóhanna rústaði samkeppninni með fágun og krafti á úrslitakvöldinu þegar komin var að því að sýna hvað maður getur í beinni útsendingu.
Enda komst enginn af hinum þáttakendunum því miður ekki með tærnar þar sem hún hafði hælanna og bjargaði hún kvöldinu fyrir mér eftir að hafa þurft að horfa á hvert heldur illa flutta lagið á eftir öðru.
Já gæsahúðar fluttningur Jóhönnu er það sem við þurfum að senda til Rússlands sem framlag okkar sem þjóð og er ég mjög svo stoltur af stúlkunni.
Helgi Berg Friðþjófsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:33
Fyrst og fremst er þetta vinsældarkosningar og ég er tek undir það að Jóhanna sem slík var rosalega flott á sviðinu en að hún hafi gjörsamlega rústað þessu með atkvæðum kjósanda skil ég ekki. Ég held að vinsældarlistar eftir keppnina hafa afsannað það.
Sverrir Baldur Torfason, 19.2.2009 kl. 19:28
Ég tel að skýringarnar á þessu ósamræmi milli niðustaðna í Söngvakeppni Sjónvarpsins annars vegar, og vinsældalistakannanna + spilunar á útvarpstöðvum hins vegar, séu aðallega tvær:
1. Fólk á öllum aldri fylgdist með keppninni og greiddi atkvæði en ekki bara sá markhópur sem er spurður í skoðunarkönnunum.
2. Sviðframkoma Jóhönnu Guðrúnar og það hvernig hún skilaði laginu af sér í úrslitakeppninni. Hin lögin voru því miður flest mun verr flutt í úrslitakeppninni heldur en í undanúrslitaþáttunum en Is it true aftur á móti kom betur út í annað skiptið og því síður verr í 3ja skiptið þegar úrslitin voru ljós.
Eftir fyrsta undanúrslitaþáttinn var ég nokkurn veginn með það á hreinu að Is it true myndi vinna keppnina þó svo að enn væru 12 lög óflutt. Got no love taldi ég líka sigurstranglegt, en flutningur þess í úrslitakeppninni dró úr þeim möguleika tel ég. Var ég lítt hrifinn af flestum hinna laganna.
Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:21
Er Eurovision söngvakeppnin eitthvað stórkostlegt issue ? Bara spyr.....
Heiður (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:48
Eesi too fol var lángberst av lögonum sen konustí útslyt.
Arlaveganna Samkvammt mýnu pensórulega ályti.
En kjóllyn hjá yóhönu var berst klædi kepadin.
Hundur í manni..., 20.2.2009 kl. 04:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.